top of page

Kæra systir ~ Má bjóda þér í heilunarhring?

{ Icelandic post }


Græðum systrasárin


Heilunarhringur á Íslandi verður opnaður laugardaginn 22.febrúar 2020


Heilum systralagið

Elsku kona, fallega kvenvera 💗


Kannast þú við að vera með ,systrasár’?

Innri reiði, djúpan leiða eða jafnvel sorg sem kom til vegna samskipta við aðra konu?


„Ég kannast við það, ég er með systrasár - og ekki aðeins það, heldur hafa gömul systrasár hindrað mig í hinu og þessu í gegnum lífið.”

Öfund, samkeppni, valdabarátta, hrein og bein vanvirðing kvenna á milli.

Rifrildi. Jafnvel andlegt ofbeldi. Það er ekki hægt að fegra þetta. Vinkonur, blóðsystur, kynsystur, samstarfskonur, ömmu-erfiðleikar, mömmu-erfiðleikar, vinkvennaerjur. Ég held að það sé erfitt að finna konu sem ber ekki sár, eða ör á sálinni eftir misklíð við aðra konu. Svoleiðis er lífið.

En systrasár, sem sagt kynsystrasár, eru einhverra hluta vegna alveg sérstaklega djúp og erfið viðureignar. Þau gróa seint. Ef þau gróa þá yfir höfuð. Sum gróa en skilja eftir sig ör sem eru hörð og ósveigjanleg. Sem sagt, það blæðir ekki lengur, og sárið rifnar ekki upp. En örið sem situr eftir hamlar hreyfigetu í samskiptum við aðrar konur.


Í starfi mínu sem frumkvöðull hef ég í yfir 15 ár gagngert unnið með málefni tengd innri vellíðan og kveneflingu. Árið 2018 var mér boðið sem frummælandi á kvennaráðstefnu í Kanada #WeAreTheChange. Þar talaði ég í fyrsta sinn um ,systrasárið’ eða ,the sisterhood wound’ við um þrjúhundruð konur. Eftir á komust færri að en vildu í systralags-heilunarhring, eða ,sisterhood healing circle’.
„Þessi miklu viðbrögð opnuðu augu mín enn frekar fyrir því hvað við þráum margar að heila systralagið okkar á milli og græða systrasárin okkar.”


En af hverju finnst mér mikilvægt að fjalla um og vinna með systrasárið núna?


Ég valdi að fjalla um ,systrasárið’ á ráðstefnunni því ég hafði unnið mjög djúpt með það sjálf, og skynjað það sterkt hjá öðrum konum í kringum mig. Mér fannst því umræðan eiga mikið erindi á kvennasamkomu. Samt sem áður kom það mér verulega á óvart hversu sterk viðbrögðin voru. Það snerti mig mjög djúpt hversu margar konur vildu tala við mig í einrúmi - segja mér frá því hvernig þær væru búnar að ganga um með slíkt systrasár lengi, hversu íþyngjandi það væri búið að vera og sárt viðkomu - og að þær forðuðust því að ræða þessi mál. Þær sögðu mér að í gegnum tíðina hefðu þær brynjað sig gegn konum með því að setja upp alls konar grímur.


En, að svo innst inni væru þær sorgmæddar, og finndu jafnvel fyrir leyndri afbrýðisemi út í þær konur í kringum sig sem virtust vera að njóta sín í hlýju systralagi og væru að upplifa nærandi og styrkjandi samskipti við aðrar konur. Systralag var eitthvað dýrmætt sem þeim fannst þær sjálfar vera að fara á mis við í þessu lífi.


Þær þráðu að vera meðteknar af öðrum konum, og tilheyra. Finna fyrir trausti, og finnast þær öruggar í hópi annarra kvenna.


Þessi dýrmæta reynsla, að fá að hlusta á kynsystur mínar tala um sárin sín með eins miklum tilfinningum og ég hafði sjálf upplifað, hreyfði djúpt við mér. Áður fyrr, áður en ég byrjaði að vinna sjálf með systrasárin mín, hélt ég lengi vel að ég væri bara e-ð skrýtin og asnaleg, e-ð ofurviðkvæm að taka þessu öllu svona illa og inn á mig.


En viðbrögð kvennanna á samkomunni staðfestu hið gagnstæða, að við værum upp til hópa að upplifa systrasár, og að margar okkar væru óöruggar með öðrum konum. Það opnaði augun mín enn frekar fyrir því hvað þetta er þörf umræða í dag.


Þegar við vinnum með okkur sjálfar er sú vinna einnig heildinni til góða. Þegar við græðum systrasárin okkar og heilum systralagið, rennum við enn sterkari stoðum undir þá miklu kveneflingu sem er að eiga sér stað í dag.
Það sem kom mér einna mest á óvart á ráðstefnunni voru ,sterku’ konurnar úr hópnum sem komu til mín með sögurnar sínar. Konurnar sem við lítum upp til fyrir eldmóð og kjark, þessar sem veita okkur innblástur fyrir djörfung og ákveðni, þessar sem virðast vera með allt á hreinu, eru framtakssamar og standa keikar - þora að horfast í augu við sinn eiginn ótta.


Þær voru hvað mest hrærðar. Sumar sögðu mér meyrar frá því hvernig þær höfðu þurft að koma sér á framfæri þrátt fyrir baktal og baknag kynsystra sinna. Hverning vinkonur hefðu snúist gegn þeim, og þær fundið sig knúnar til þess að verja sig með kulda og stífni út á við gagnvart kynsystrum sínum, en að innst inni væru þær og hefðu alltaf verið hlýjar og umvefjandi konur, og að þær söknuðu þess innilega að upplifa öryggi í kringum konur og fá að vera þær sjálfar. Að þurfa ekki að vera sífellt á varðbergi. Við þurfum líka að heila innra með okkur þá sjálfsreiði og það samviskubit sem sumar okkar eru með fyrir að hafa verið valdar að sári hjá annarri konu.


„Konur eru sterkari saman. Það hefur alltaf verið raunin.”

Systrasár eru raunveruleg sár og því langar mig að bjóða upp á heilunarhring hér heima fyrir kynsystur mínar á Íslandi. Ég veit að við höfum margar sömu sögu að segja.


Ef þessi lesning snertir hjartað þitt (þó að þú vitir jafnvel ekki alveg ennþá af hverju) þá átt þú heima hjá okkur í heilunarhringnum. Við opnum hringinn laugardaginn 22. febrúar.

Þú ert hjartanlega velkomin og það verður tekið hlýlega á móti þér.


Það verða aldrei fleiri en 8 konur að vinna saman í hvert skipti. Hringurinn getur þó stækkað, ef lífrænt flæðið verður svo. Þá myndum við hringi, hver utan um annan, eins og vaxandi tré með gildnandi stofni.


Við munum heita hver annarri trúnaði og hefja heilunarferlið í helgum hring. Við munum fylgja fallegu flæði sem felur í sér djúpa slökun, verklegar og skriflegar heilunaræfingar, og hjartaopnandi hugleiðslur sem miða að því að skynja og skilja, og upplifa aukinn innri styrk og sátt.

Sterk umgjörð dagsins mun halda utan um okkur og leiða okkur áfram eins og árbakkinn, svo við getum leyft okkur að flæða saman í fullu trausti.


Allar fara á sínum hraða og það eru engar kvaðir um að koma fram. Ef orkan, veðrið og flæðið býður upp á það, þá munum við enda daginn á Gróttu, í systralagi við hafið.

Það er von mín að með þessum degi saman hefjist heilunarferli sem mun styrkja þig og efla á allan máta, og að þú munir byrja að finna fyrir sátt og léttleika í hjarta þegar þú

ert með öðrum konum, verandi sú stórkostlega kona sem þú sjálf ert!

Vertu hjartanlega velkomin í hlýtt og umvefjandi systralag

❤️Þátttökuverð, eða orkuskiptin eru 13.000 kr. og bið ég um 5.000 kr. staðfestingargjald þegar þú sendir mér póst um að þú viljir vera með okkur í hringnum þennan dag. Ekki hika við að senda mér póst ef þú ert með spurningar.


Netfangið mitt er: helgasoley@gmail.com····~<<✥✧✥>>~····


Hér eru hlý orð frá konum sem hafa þegið hjá mér leiðbeinslu á námskeiðum eða vellíðunarferðum.


Jennifer og Rania voru með mér á ,The Golden Octave’ 5-kvölda námskeiði á vellíðunarsetrinu Grail Springs í Kanda og Stephanie og Ginette, mæðgur, voru með mér í 6-daga andlegri vellíðunarferð á Íslandi. Þær voru líka á kvennaráðstefnunni #WeAreTheChange2018 þar sem ég kom fram með systrasársumræðuna í fyrsta sinn."Sóley is a beacon of light. Through her radiance, she guides you through a path of education and awareness. She is one of my favourite guides. I’ve learned so much from her. She has enlightened me with her gifts. I look forward to our next encounter! "

~ JENNIFER ETTINGER, CANADA / Fitness and Lifestyle Expert, Best Selling Author, Social TV Correspondent,TV Host and National Brand Ambassador
"I had the soul-awakening pleasure of participating in Sóley’s 5 day seminar The Golden Octave. She is a radiant facilitator, naturally welcoming and armed with a wealth of knowledge and insights. She was able to connect with our diverse group of men and women at our own level, sharing her wisdom as if it was tailored to each one of us individually. I am forever grateful to have had the opportunity to learn from her."

~ RANIA WALKER, CANADA / Founder & CEO at FRONT DOOR PR - Integrated PR, Media, Branding, Marketing & Events
“Helga Soley is a visionary, an empath and a wise woman. Her heart is in everything she does and the work she does is focused on healing the wounds of the past and present. She always has your best interest at heart. She is one of the kindest, most loving people that my mom and I have had the great pleasure of getting to know on our great adventure to Iceland which she had facilitated.”

~ STEPHANIE ATWOOD AND GINETTE VACHON, CANADA / Founders & Owners at TRANQUILITY MATTERS - All Natural Homemade Beauty Products
····~<<✥✧✥>>~····Takk fyrir að lesa kæra systir ~


Mundu að póstfangið mitt er helgasoley@gmail.com, og að þú getur alltaf sent mér línu ef þú ert með spurningar um Systralags~heilunarhringinn.


Við opnum heilunarhringinn 22.febrúar í Jógastúdíó Ánanaustum 15, kl.14-18.

Þú verður að skrá þig, því mest komast 8 konur að. Við viljum halda hópnum litlum til þess að tryggja innilegheit og trúnað, og svo að þú fáir sem mestan stuðning við að hefja þitt heilunarferli.


Ef þú finnur að þú vilt vera með þá sendirðu mér póst og greiðir annað hvort að fullu, 13.000 kr. eða í það minnsta staðfestingargjaldið 5.000 kr. á bnr. 111-26-1840 // kt. 140479-5009. Við munum allar heita trúnaði við hver aðra, og ég bið þig um að svara fáeinum spurningum (ekki um neitt viðkvæmt þó) áður en þú kemur, svo að ég geti að sem mestu leyti sérsniðið daginn fyrir þig og ykkur sem munuð koma og vinna saman.


····~<<✥✧✥>>~····
Comments


bottom of page