Um Helgu Sóleyju
námskeiðshaldara Arnargyðjunnar
Helga Sóley Viðarsdóttir er menntuð í markaðsstjórnun frá Business Academy Aarhus í Danmörku (útskr. 2008) og frumkvöðlafræðum frá Viðskiptasmiðju Klaks og Háskólans í Reykjavík (útskr. 2009).
Haustið 2010 bætti hún einnig við sig viðskiptafræðikúrsum í námi við Háskólann á Bifröst.
Helga Sóley er ráðgjafi fyrir kvenfurmkvöðla. Hún er stofnandi SACRED GLOBE, alþjóðlegs samfélags fólks með áhuga á ferðamennsku og andlegum málefnum, og stofnandi SACRED ICELAND, vefsíðu í smíðum fyrir ferðamenn og þjónustuaðila sem starfa innan vellíðunartengdrar ferðaþjónustu á Íslandi (e. Wellness Tourism, Mind Body Spirit Journeys). Árið 2014 setti hún á fót vefsíðuna EAGLE WOMEN GLOBAL, alþjóðlegt samfélag fyrir frumkvöðlakonur með sterka sýn á betri heim. Að auki er hún framkvæmdastýra YANTRA PAINTINGS, nærandi listakonsepts sem selt er á alþjóðamarkaði
Hún hefur í gegnum árin komið að fjölbreyttum verkefnum sem lúta að sjálfseflingu, sköpun og tjáningu, en heildræn sýn á lífið og tilveruna er henni í blóð borin. Frá unga aldri byrjaði hún að hugleiða með foreldra sína sér við hlið og taka þátt í margvíslegri iðju og iðkun sem tengdist andlegri uppbyggingu á einn eða annan hátt.
Innri og ytri friður, dýra-og náttúruvernd, rísandi máttur kvenna og samhljómur karl- og kvenorkunnar í heiminum eru hennar hjartans mál. Hún hefur að leiðarljósi að það sem hún tekur sér fyrir hendur sé fyrir hið æðsta besta öllum til handa.
Sjá nánar
Ljóðabók / List / Skrif / Eldri Verkefnamappa 2009-2020 / Myndbönd