top of page

Smáa letrið um vefsíðusmiðinn

Velkomin! Ég heiti Helga Sóley og er lærð í frumkvöðlafræðum og markaðsstjórnun. Ég tók sérstaklega fyrir vörumerkjaímynd og sérstöðu út frá innri gildum, einstakri sögu og sýn. Ég nýti mér þá reynslu óspart við heimasíðugerð, því það skiptir jú höfuðmáli að heimasíðan þín eða fyrirtækisins, endurspegli gildin þín, sérstöðuna þína, andann þinn og ljóma, töfrana þína! Hvort sem um þjónustu eða vöru er að ræða.

 

Af hverju þú gerir það sem þú gerir er það sem hrífur fólk með þér. Þegar það finnur samhljóm með þér og sögunni þinni, því sem þú setur fram, þá skapast ótrúlega skemmtilegt ,win-win-win‘ samband sem skilar sér ekki einungis í virðisflæði milli þín og viðskiptavinar, heldur einnig inn í samfélagið. Allir njóta góðs af!

 

Ég vann í fjölda ára innan tískugeirans við sölu og stíleseringu, og lærði svo tísku- og ljósmyndaförðun, því ég elska að setja upp upp konsept – að setja fram litlar en áhugaverðar og áþreifanlegar sögur. Það er því kannski ekki skrýtið að heimasíðugerð varð að miklu uppáhaldi hjá mér.

 

Ég smíða heimasíður með heimasíðutólinu WIX – Það hentar ótrúlega vel fyrir einyrkja og minni fyrirtæki sem þurfa ekki mjög flóknar síður, en vilja skera sig úr fjöldanum með einföldu, skemmtilegu og notendavænu viðmóti. WIX býður að auki upp á alls kyns útfærslur og forrit (frá 3.aðila) sem poppa upp heimasíðuna þína svo hún verði lífleg, nútímaleg og samfélagsmiðlavæn.

 

Það besta við WIX, er að þegar ég er búin að setja upp síðuna fyrir þig, getur þú auðveldlega uppfært síðuna með frekari texta, myndum, undirsíðum, bloggað og póstað á facebook, sent fréttabréf o.sv.frv. Ég kenni þér að sjálfsögðu hvernig þú ferð að :)

 

Ég hlakka til að heyra frá þér!

 

Kær kveðja, Helga Sóley

helgasoley@gmail.com / s.692-8200

 

Loka glugga                    www.helgasoley.com

Your details were sent successfully!

bottom of page